Félagsstarf eldri borgara að hefjast

30/01/2013

eldriborgararSíðsumarferð verður farin föstudaginn 16. september og liggur leiðin  til Krísuvíkur.  Ekið um Sveifluháls meðfram Kleifarvatni og  komið m.a. til Herdísarvíkur og Strandakirkju og síðan farið sem leið liggur til Hveragerðis. Eftir stutt stopp þar verður ekið til Stokkseyrar og farið á veitingastaðinn Við fjöruborðið, en þar er fyrirhugað að snæða humarsúpu að hætti hússins.  Lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 13.00. Skráning á skrifstofu félagsstarfsins kl. 13.00-16.00  sími 5868014 og 6920814. Verð: þ.e. akstur kr. 2.500 sem greiðist við brottför og síðan greiðir hver fyrir sig á matstaðnum.

Leikfimi  - Nú gerum við það sem við getum til þess að sporna við hrörnum  líkamans og stundum góða leikfimi með styrktar- og teygjuæfingum undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Leikfimin byrjar 22 sept. kl. 10.45 á Eirhömrum. Léttar æfingar verða fyrsta hálftímann, en síðan taka við  erfiðari æfingar fyrir þá geta meira.  Ath: Ef næg þátttaka næst, þá verður leikfimi tvisvar í viku. Verð:  10 tímar kr. 1.920 einu sinni í viku og 20 tímar þ.e. tvisvar í viku kr. 3.840. Skráning fer fram á skrifstofu félagsstarfsins kl. 13.00-16.00, og er jafnframt tekið á móti greiðslu við skráningu

Vorboðinn -  Kóræfingar byrja mánudaginn 12. sept. kl. 13.15 í Safnaðarheimilinu Þverholti 3. Í lok æfingar verður aðalfundur kórsins.

Handverksstofan á Eirhömrum er opin alla virka daga kl. 13.00-16.00.  Vikuna 19. til 23. sept. verður farið í kortagerð.

Tréskurðarnámskeið byrjar fimmtudaginn 15. sept. kl. 12.30.

Til baka