Málmtækninám í Borgarholtskóla

06/05/2013

CIMG0063Í vetur hafa 9 nemendur úr Varmárskóla, 3 stúlkur og 6 piltar, sótt valnámskeið í borgarholtsskóla. Þeir hafa mætt einu sinni í viku 3 kennslustundir í senn.
Nemendurnir hafa smíðað ýmsa hluti s.s. litla verkfærakistu úr áli, sett saman rafrás, logsoðið, smíðað og lóðað saman bát, smíðað kertastjaka með því að nota tölfustýrða fræsivél og skorið ýmsa hluti út með því að nota tölfustýrða plasmaskurðarvél.
Þeir hafa fengið ágætis kynningu á iðnnámi og eiga þannig auðveldar með að velja nám við hæfi eftir að grunnskóla lýkur.

Í meðfylgjandi grein er fjallað nánar um námið og má lesa um það hér (.pdf 1,77 mb)
pdf-icon20pix Ef þú hefur ekki Adobe PDF Reader, getur þú sótt það hér.

Til baka