Mosfellsbær tekur þátt í hjólað í vinnuna 2013

06/05/2013

Hjólað í vinnunaNú er að hefjast heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir nú í ellefta sinn dagana 8. - 28. maí 2013.  Átakið er tvískipt þar sem annars vegar er um að ræða vinnustaðakeppni þar sem keppt er um flesta þátttökudaga og hins vegar liðakeppni þar sem keppt er um flesta kílómetra. Í Mosfellsbæ er að finna marga skemmtilega hjólastíga og á vef bæjarins má finna hjólreiðakort af hjólaleiðum ásamt korterskorti sem sýnir ferðatíma innanbæjar út frá miðbænum.
Þeir sem ferðast milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur geta nýtt sér góðan útivistarstíg meðfram Leiruvogi sem liggur í gegnum Grafarvoginn eða nýjan hjóla- og göngustíg meðfram Vesturlandsvegi sem tengir núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við hjólreiðastíga í Reykjavík.

Mosfellingar eru hvattir til að taka þátt í átakinu.

Göngu- og hjólastígar í Mosfellsbæ - kort (.pdf 1.08mb)
Göngu- og hjólastígar á höfuðborgarsvæðinu - kort (.pdf 3.27mb)
Göngu- og hjólastígar í Mosfellsbæ og á höfuðborgarsvæðinu - bæklingur (.pdf 9.99mb)
ridethecity.com
Korterskortið (.pdf - 193kb) - kort sem sýnir 1,6 km radíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar í því skyni að hvetja fólk til að ganga eða hjóla innanbæjar. 1,6 km tekur einungis 15 mínútur að ganga og 6 mínútur að hjóla.

Til baka