Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013

14/05/2013

Þróunar- og ferðamálanefnd óskar eftir tillögumÞróunar- og ferðamálanefnd gerir árlega tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd.  Nefndin auglýsir eftir tillögum að þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu og veitir 3 hugmyndum sérstaka viðurkenningu ásamt peningaverðlaunum. 

Hæfur umsækjendi er :

a)    Einstaklingur eða fyrirtæki með lögheimili í Mosfellsbæ
b)    Einstaklingur eða fyrirtæki sem leggja fram þróunar- eða nýsköpunarhugmynd sem gagnast sérstaklega fyrirtækjum eða stofnunum í Mosfellsbæ.

Veittar eru viðurkenningar  í þremur flokkum:

a)   Hugmynd á frumstigi,
b)   Hugmynd sem hefur fengið útfærslu og/eða mótast
c)   Hugmynd sem búið er að útfæra og móta og fyrir liggur viðskiptaáætlun


Veittar verða þrjár viðurkenningar í hverjum flokki, en ein valin fremst og fær peningaverðlaun allt að 300.000 í hverjum flokki.
Hér getur þú lesið um reglur og samþykktir er varðar Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar

jordUmsóknarfrestur til 1.september 2013

Athugið að allar umsóknir skulu berast á rafrænu formi með því að smella á linkinn hér neðar eða senda póst á mos[hjá]mos.is ef því verður ekki komið við má finna umsóknareyðublað og nánari upplýsingar hér á PDF formi . Hægt er að koma með umsóknina í Þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð en einnig er hægt að fylla út rafrænt form hér neðar.

RAFRÆN UMSÓKN HÉR :

Umsókn um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar

 

FYRSTA VERÐLAUNAAFHENDING

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjarvoru afhent í fyrsta sinn 2013. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum. Ljóst er að mikill kraftur er í Mosfellingum  en alls 17 umsóknir bárust. Hér má sjá í myndum og máli frá verðlaunaafhendingu sem haldin var hátíðlega 15. janúar 2013 í Listasal Mosfellsbæjar.

Til baka