Bekkjum fjölgað í nágrenni Eirhamra og gönguleiðir kortlagðar.

21/05/2013

Brúkun á bekkjumHvetjum fólk til að brúka bekki

Bekkjum fjölgað í nágrenni Eirhamra og gönguleiðir kortlagðar.

Í tilefni af 70 ára afmæli Félags íslenskra sjúkraþjálfara fyrir þremur árum fóru sjúkraþjálfarar í hinum ýmsu sveitarfélögum af stað með samfélagsverkefni, sem hvatningu til aukinnar hreyfingar, til hagsbóta fyrir almenning. Eitt þeirra var verkefnið „Að brúka bekki”, framkvæmt í samvinnu við Félög eldri borgara og hefur það nú skilað sér í Mosfellsbæinn. Verkefnið er því samstarfsverkefni Félags íslenskra sjúkraþjálfara, Mosfellsbæjar og Félags aldraðra í Mosfellsbæ.

Hreyfing til heilsubótar

„Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að eldra fólk stundi hæfilega hreyfingu sér til heilsubótar. Niðurstöður
þessara rannsókna sýna að með því að stunda reglubundna hreyfingu helst eldra fólk hressara og heilbrigðara lengur, er lengur sjálfbjarga og getur dvalið lengur heima. Það er því allt til þess vinnandi að hvetja eldra fólk til að hreyfa sig reglulega,
m.a. með því að ganga. Tvær nýjar íslenskar rannsóknir, báðar framkvæmdar af meistaranemum í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, hafa leitt í ljós að eitt það helsta sem hindrar eldra fólk til göngu sér til heilsubótar er skortur á  ekkjum. Hálka er önnur títtnefnd hindrun,“ segir Steinunn A. Ólafsdóttir sjúkraþjálfari.

Gönguleiðir í nágrenni Eirhamra

Nokkrir sjúkraþjálfarar í Mosfellsbæ, ásamt Félagi eldri borgara í Mosfellsbæ (FaMos), leituðu til bæjarfélagsins í átaki til að fjölga bekkjum í bænum. Hugmyndin var að kortleggja nokkrar stuttar gönguleiðir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs.
„Skemmst er frá að segja að fulltrúar Mosfellsbæjar tóku þessari umleitan okkar afar vel og hafa séð um að útvega og setja
bekkina upp. Settir hafa verið upp bekkir á tveimur gönguleiðum, 800 og 1100 m., sem liggja í nágrenni við Eirhamra.  önguleiðirnar voru formlega vígðar þann 18. apríl s.l. Þessar gönguleiðir munu fá sérstaka athygli þegar kemur að  njóruðningi, hálkuvörnum og lýsingu,“ segir Steinunn. Mosfellsbær hefur staðið að útgáfu korts af leiðunum sem finna má í  iðopnu blaðsins í dag og á vef Mosfellsbæjar. Sjúkraþjálfarar bæjarins vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út. Það er stutt í næsta bekk!

KORT

Hér má finna kort af gönguleiðum sem liggja í nágrenni við Eirhamra en einnig í miðopnu blaðsins. Mosfellingar eru hvattir til að geyma kortið og nýta sér gönguleiðirnar og bekkina óspart.

Frétt úr Mosfelling 7.tbl.2013

Til baka