Börnum úr Krikaskóla berst góð gjöf.

22/05/2013

Félagar úr björgunarsveitinni Kyndli heimsóttu á dögunum 1. bekk Krikaskóla og færðu öllum börnunum endurskinsvesti að gjöf. Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við góð fyrirtæki gefur þessi vesti til að nota í vettvangsferðum. Um 4500 börn eru í árganginum á landinu öllu. Þema verkefnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim. Á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína. Á myndinni má sjá Adelu og Einar frá Kyndli ásamt krökkunum og Svövu Björk kennara.

Sjá heimasíðu Björgunarsveitar KyndilsBörnum úr Krikaskóla berst góð gjöf.

Til baka