Opið fyrir umsóknir í Listasal Mosfellsbæjar

27/05/2013

Opið fyrir umsóknir í Listasal MosfellsbæjarVið minnum á að enn er opið fyrir umsóknir um að halda listsýningar í Listasal Mosfellsbæjar á sýningarárinu 2014.

Óskað er eftir umsóknum um einka- eða samsýningar.

Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.

Fylgja skulu með myndir af verkum, ferilskrá og lýsing á fyrirhugaðri sýningu. Sýningarárið stendur yfir frá janúar til desember ár hvert.

Umsóknir skulu vera vandaðar og berast fyrir 3. júní 2013.

Umsóknir sendist til:
Listasalur Mosfellsbæjar
Kjarna, Þverholt 2
270 Mosfellsbæ

Eða á póstfangið: Listasalur@mos.is

Einnig er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu salarins:  
http://www.bokmos.is/listasalur/rafraent-umsknarform/

Til baka