Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2013.

29/05/2013

Mosfellsbær er án efa eitt fallegasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu

Tilnefning 
Frestur til að tilnefna bæjarlistamann renna út 1. júní.

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2013. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.

Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið bæjarlistamaður ársins 2013.

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ. Bæjarlistamaður kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur.

Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu koma til greina.  Þá setur menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni.

Ábendingar þurfa að hafa borist Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar í síðasta lagi 1. júní 2013.  Ábendingar skulu berast rafrænt í gegnum heimasíðu bæjarins.


Menningarsvið Mosfellsbæjar.

TAKTU ÞÁTT OG SMELLTU HÉR

Til baka