Glæsileg útskriftarhátíð hjá FMOS 30.maí

11/06/2013

Margrét, Stefán og Helga fengu sérstakar viðurkenningarÚtskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram fimmtudaginn 30. maí við hátíðlega athöfn í Hlégarði. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður haustið 2009. Sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda við skólann um tvö hundruð og fimmtíu. Að þessu sinni voru alls fimmtán nemendur brautskráðir. Brautskráðir voru þrettán stúdentar og eru tólf af félags- og hugvísindabraut og einn af náttúruvísindabraut. Einnig útskrifuðust tveir nemendur af listabraut.

Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur
Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Helga Rúnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu og einnig fyrir góðan árangur í textíl og hönnun. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í tónlist fékk Stefán Valgeir Guðjónsson. Mosfellsbær veitti jafnframt Margréti Sögu Gunnarsdóttur viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Fyrir störf í þágu Nemendafélags FMOS fengu Margrét Saga Gunnarsdóttir og Helga Rúnarsdóttir viðurkenningu (Sjá mynd til vinstri).

Útskriftarhópur FMOS 2013

Útskriftarhópur Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Efri röð: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðaskólameistari, Jóhanna Rut Czzowitz, Stefán Valgeir Guðjónsson,
Sigurður Halldórsson, Kjartan Smári Ragnarsson, Kristján Ólafur Sigríðarson, Aron Sölvi Ingason, Jón Bjartmar Aðalsteinsson, Hjördís Ósk Kristjánsdóttir
og Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Neðri röð: Inga Rut Helgadóttir, Gréta Guðný Smáradóttir, Anna Stefanía Jóhannesdóttir, Eva Guðrún
Kristjánsdóttir, Margrét Saga Gunnarsdóttir, Rakel Marteinsdóttir, Helga Rúnarsdóttir

 

 

Frétt tekin úr Mosfellingi

Til baka