Hátíðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní

14/06/2013

17. júní hátíðarhöldDagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda. Hún hefst með guðþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11 og síðan hefst hátíðardagskráin kl. 13:30 á miðbæjartorgi. Þaðan verður síðan farið í skrúðgöngu að Hlégarði en þar verður boðið upp á fjölskyldudagskrá sem stendur fram eftir degi.

Í Listasal Mosfellsbæjar verður sérstök opnun á sýningu Maríu Möndu Milli tveggja heima og salurinn hvetur alla til að líta við frá kl. 12-17. Sjá auglýsingu hér

Fólk er hvatt til að skilja bíla sína eftir heima eða gæta þess ella að leggja í merkt bílastæði, svo sem við Kjarna eða Varmá.

Í Listasal Mosfellsbæjar verður sérstök opnun á sýningu Maríu Möndu Milli tveggja heima og salurinn hvetur alla til að líta við frá kl. 12-17.
Til baka