Kynningarblað um uppbyggingu í Mosfellsbæ

20/06/2013

Kynningarblað um uppbyggingu í Mosfellsbæ kom út um helgina. Markmiðið með útgáfu blaðsins var að taka saman þá margvíslegu möguleika til uppbyggingar sem er að finna í Mosfellsbæ. Undanfarin misseri hefur verið hugað að innviðum og hér eru að rísa framhaldskóli, hjúkrunarheimili og fleiri byggingar sem munu bæta þjónustuna við bæjarbúa enn frekar. Þá þótti tilvalið að segja frá og deila með öðrum Íslendingum möguleikum í Mosfellsbæ til útivistar og hreyfingar sem felast í náttúrunni hér í kring.

Vefútgáfu blaðsins má finna hér  en einnig er hægt að  opna .pdf útgáfu blaðsins (3.30 mb). Báðar útgáfurnar gefa þér möguleika á að hlaða niður og prenta út kynningarblaðið.

Til baka