Spennandi markaðir í Mosfellsbæ

24/06/2013

Spennandi markaðir í Mosfellsbæ í sumar

Án vafa má segja að töfrar Mosfellsbæjar sé þessi mikla nánd við náttúru og heilbrigt líferni sem bæði er hægt að njóta og stunda en í Mosfellsbæ má finna ýmsa skemmtilega markaði sem flestir taka til starfa yfir sumartímann. Til að mynda gómsæta grænmetismarkaði, spennandi vinnustofur og handverksmarkaði.

Af grænmeti í boði má nefna ýmsar salattegundir á borð við klettasalat og auk þess brokkólí, gulrætur, spínat, svartkál og vorlauk auk þess er boðið upp á rósir frá Dalsgarði, landnámshænur, hanaegg úr Kjósinni - svonefnd af því að haninn fær að vera með hænunum úti í hænsnakofa, heimagerða pestósósu og íslensk grös og jurtir sem hefur verið tínt, þurrkað og unnið.

kynnið ykkur málið hér og njótum sumarafurða sem aldrei hafa verið ferskari en einmitt nú í veðurblíðunni.


Til baka