Nemendur léku á fiðlur og selló í Mosfellsbæ

26/06/2013

Dagana 21. - 23. júní var haldið  námskeið í Mosfellsbæ fyrir nemendur sem stunda nám eftir Suzuki aðferðinni.

Námskeiðið fór fram í Listaskóla Mosfellsbæjar, Safnaðarheimilinu og í Varmárskóla. Fernir tónleikar voru svo haldnir í Kjarnanum.

Fyrir þessu stóð Suzukisamband Íslands sem er félag Suzukikennara, nemenda og fjölskyldna þeirra.  Svona námskeið eru haldin á hverju sumri á mismunandi stöðum á landinu og varð Mosfellsbær fyrir valinu í ár.

Á þessu námskeiði léku fiðlu-, víólu- selló- og gítarnemendur.

Nýbúið var að halda námskeið fyrir blokkflautu- og þverflautunemendur á Selfossi og námskeið fyrir píanónnemendur í Hafnarfirði.

Alls tóku 115 nemendur  á aldrinum 4-15 ára þátt í  námskeiðinu og kennarar voru 26 talsins. Krakkarnir mættu í  kennslustundir, fóru í sund og spiluðu á tónleikum.

Leynigestur, Greta Salome Stefánsdóttir kom á námskeiðið  og vann með nemendum á laugardag og sunnudag.  Hún leiddi síðan tæplega 50 barna hóp í jazzlagi í Kjarnanum þar sem tónleikar voru haldnir báða dagana. Það vakti mikla lukku.

Fjölmiðlar mættu á staðinn bæði frá Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu og má sjá upptökur af tónleikunum hér: www.ruv.is og www.stod2.is

Við kunnum Atla Guðlaugssyni skólastjóra Listaskólans og öllum þeim sem svo vel tóku á móti okkur í Mosfellsbæ  bestu þakkir.

Börnin spila í KjarnaNemendur léku á fiðlur og selló í MosfellsbæBörnin spilaGreta Salome spilar með börnunum
Til baka