Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2013

03/09/2013

Umhverfisvidurkenningar 2013Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“ nú um helgina.

Íbúar á Hjallabrekku við Skálahlíð 45 í Mosfellsbæ hljóta viðurkenningu fyrir fallegasta garðinn.  Garðurinn þykir sérlega fallegur og hlýlegur, og státar af fjölbreyttum gróðri í stórum útigarði sem og gróðurhúsi þar sem ræktaðar hafa verið fjölmargar tegundir og gott úrval af nytjaplöntum.  Gróður er fjölbreyttur og garðurinn sérstaklega vel skipulagður þar sem hluti hans er utandyra en hluti innandyra í gróðurhúsi sem einnig hýsir íbúðahúsið.  Umhirða gróðurs er til fyrirmyndar og lóðinni vel við haldið, utandyra jafnt sem innandyra.  Jafnframt er lögð áhersla á notagildi garðsins og hafa eigendur m.a. komið sé upp fjölbreyttu safni nytjaplantna.

Golfklúbburinn Kjölur hlýtur viðurkenningu fyrir sérlega snyrtilegan og vel hirtan golfvöll.   Völlurinn er skemmtilega hannaður í góðri sátt við náttúruna og umhverfið í kring og lögð áhersla á að samtvinna legu hans við þá fjölþættu útivistarmöguleika sem eru til staðar meðfram strandlengju Mosfellsbæjar.  Í nágrenni golfvallarins er að finna útivistarstíga meðfram ströndinni, reiðstíga, laxveiðiá, fuglaskoðunarhús og íbúabyggð, auk þeirrar fjölbreytta náttúru og dýralífs sem fær á njóta sín í þessu fallega umhverfi.

Þjónustustöð Olís við Langatanga hlýtur viðurkenningu fyrir mjög snyrtilegt og fallegt umhverfi.  
Mikil alúð er lögð í umhirðu og gróður í kringum stöðina.  Auk þess hugar fyrirtækið vel að umhverfismálum s.s. varðandi mengunarvarnir og endurvinnslu, er með virka umhverfisstefnu og vinnur að umhverfisvottun fyrir starfsemina.

Alls bárust um 18 tilnefningar að þessu sinni og sá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar um að heimsækja þau svæði sem tilnefnd voru og velja úr tilnefningum.

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar í garðaskoðun 2013. Mynd frá verðlaunaafhendingu umhverfisviðurkenninga
– umhverfisnefnd ásamt vinningshöfum.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar í garðaskoðun 2013. Mynd frá verðlaunaafhendingu umhverfisviðurkenninga – umhverfisnefnd ásamt vinningshöfum.
Hjallabrekka við Skálahlíð 45 Golfklúbburinn Kjölur Þjónustustöð Olís við Langatanga
Hjallabrekku við Skálahlíð 45 Golfklúbburinn Kjölur Þjónustustöð Olís við Langatanga
Hjallabrekku við Skálahlíð 45 Golfklúbburinn Kjölur Þjónustustöð Olís við Langatanga

 

Nánari upplýsingar veita:

Tómas Guðberg Gíslason
Umhverfisstjóri í Mosfellsbæ 
sími 525 6700
tomas[hja]mos.is

Aldís Stefánsdóttir
Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála í Mosfellsbæ
s. 525 6708/ 691 1254
aldis@mos.is

Til baka