Bókasafnsdagurinn 2013 var haldinn hátíðlegur 9. september.

09/09/2013

Bókasafnsdagurinn 2013 er haldinn hátíðlegur í dag, 9. september.Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tónlistar- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleit. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á.


Njóttu heimsóknar á bókasafnið!

Til baka