Ábendingarkerfi um þjónustu og viðhald

12/09/2013

Framkvæmda- og umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur umsjón með fjölmörgum verkefnum sem lúta að viðhaldi og hreinsun bæjarinns. Mikilvægur hluti af virkni bæjarlífsins er að ábendingar íbúa komist skýrt og skilmerkilega rétta leið og að vel sé haldið utan um þær. Við þiggjum með þökkum upplýsingar um það sem þarf að laga í bæjarfélaginu.

Bentu okkur á hvar eru holur í malbiki, glerbrot sem skapast hætta af, laus brunnlok, sködduð umferðarmerki, lausar hellur, yfirfullir ruslastampar, skemmdir bekkir, óþrifnaður, óvirk götulýsing eða annað sem tengist þjónustu í bæjarfélaginu.

Ábendingar þínar um það sem þarf að laga í bæjarfélaginu skipta okkur miklu máli og við höldum skilmerkilega utan um þær í ábendingakerfinu SeeClickFix sem sett hefur verið upp fyrir bæjarfélagið á heimasíðu SeeClickFix. Þar geta bæjarbúar sent mynd úr síma um það sem þarf að laga, sent gps hnit, skrifað athugasemdir og fylgst með gangi mála.
Skýringarmynd af vefsvæði Mosfellsbæjar á heimasíðu SeeClickFix má sjá hér

Ábendingarkerfið

SeeClickFix - Hvernig virkar það?
Með örfáum smellum í snjallsíma eða spjaldtölvu geta íbúar sent inn upplýsingar um það sem betur má fara í Mosfellsbæ. Til þess er notað „SeeClickFix appið“ fyrir iPhone, Android eða Blackberry síma. Einnig er hægt að senda inn ábendingu úr venjulegri  tölvu. Ábendingarnar berast á veffangið mos[hja]mos.is  og eru sendar áfram af Þjónustuveri Mosfellsbæjar á réttan stað til afgreiðslu.

Lesa meira um ábendingakerfið hér
SeeClickFix

 

 

 

 

Til baka