Samgönguvika í Mosfellsbæ

16/09/2013

Lógó EMWDagana 16. - 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ og mun Mosfellsbær ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu taka virkan þátt og bjóða uppá ýmsa viðburði í tilefni samgönguvikunnar.  Meðal viðuburða má nefna heilsuátakið „Hjólum í skólann“ fer fram í framhaldsskólum landsins þessa vikuna og hjólaráðstefnan „Hjólum til framtíðar“ sem haldin verður föstudaginn 20. september í Iðnó, en þar munu erlendir gestafyrirlesarar halda erindi um rétt barna til hjólreiða.
Í Mosfellsbæ verður m.a. boðið uppá hjólaþrautabraut fyrir ungmenni og Dr. Bæk mun aðstoða við hjólastillingar og viðhald á hjólum bæjarbúa miðvikudaginn 18. september.  Einnig verður nýtt hjólaskýli vígt við strætisvagnabiðstöðina við Háholt fimmtudaginn 19. september, sem ætti að gera samgönguhjólreiðar að betri valkosti.  Strætó bs. mun einnig taka virkan þátt í samgönguvikunni og efna til leiks á Facebooksíðu fyrirtækisins þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Einnig verður boðið upp á margvíslegar hjólaferðir víða á höfuðborgarsvæðinu.

Dagskrá evrópskrar samgönguviku 16.-22. september 2013
Clean air – it´s your move /  Tært loft – þú átt leik

Mánudagur, 16. september
Hjólum í skólann – Framhaldsskólakeppni / ljósmyndasamkeppni
Heilsuátak ÍSÍ í framhaldsskólum landsins hefst formlega, sjá www.hjolumiskolann.is
Ljósmyndasamkeppni á Facebooksíðu átaksins, þar sem vegleg verðlaun eru í boði.
Dagur íslenskrar náttúru og fræðsluganga í  Heiðmörk kl. 13:30 – Elliðavatnsbærinn
Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti afhent við Elliðavatnsbæinn, sjá www.uar.is.
Boðið uppá fræðandi gönguferð í Heiðmörk/við Elliðavatn frá Elliðavatnsbænum í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, Fuglavernd og Landvernd.  Gönguferðin hefst um kl. 15:00.

Þriðjudagur, 17. september
Hjólastígar í Mosfellsbæ.
Íbúar í Mosfellsbæ hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga í Mosfellsbæ til útivistar.
Korterskortið sem sýnir 15 mínútna gönguradíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar sett á heimasíðu Mosfellsbæjar til að hvetja fók til að ganga eða hjóla innanbæjar.

Miðvikudagur,  18. september
Afhending „Umferðarsáttmála“ kl. 14:00 – Fjölskyldu- og húsdýragarður
Forseta Íslands afhendur „Umferðasáttmáli“, reglur um jákvæða umferðarmenningu, sem er samstarfsverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Samgöngustofu.

Hjólaþrautabraut og BMX sýning við Varmárskóla kl. 15:00 - Mosfellsbær
Sett upp hjólaþrautabraut fyrir ungmenni og BXM kappar sýna listir sínar við íþróttamiðstöðina við Varmá.  Dr. Bæk mætir á staðinn og aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar hjóla.

Fimmtudagur, 19. september
Vígsla hjólaskýlis við Háholt kl. 15:00 – Mosfellsbær
Nýtt hjólaskýli við strætisvagnabiðstöðina við Háholt tekið formlega í notkun.
Hjólaferð um miðborgina og klúbbakvöld hjólaklúbba kl. 18:00 – Loft Hostel
Hjólaferð um miðborgina ásamt gestafyrirlesurum málþings um hjólreiðar. Sjá nánar www.lhm.is

Föstudagur, 20. september
Málþing „Hjólum til framtíðar“ kl. 9:00-16:00 – Iðnó
Málþing í Iðnó um vistvænar samgöngur í umsjón Landssamtaka hjólreiðamanna og Hjólafærni.  Yfirskriftin í ár er „Réttur barna til hjólreiða“ og munu m.a.virtir erlendir gestafyrirlesarar halda erindi.

Laugardagur, 21. september
Samgönguhjólreiðar kl. 10:00 – Hlemmur
Hjólaferð Landssamtaka hjólreiðamanna frá Hlemmi að Elliðaárósum þar sem göngubrú yfir Elliðár verður opnuð.   Hjólaferðir frá Hlemmi verða í boði á hverjum laugardeg í vetur.  Sjá www.lhm.is
Fræðsluhjólreiðaferð kl. 11:30 – Elliðaárósar
Hjólað um nágrenni Elliðaá og ýmsar náttúruperlur skoðaðar í fylgd sérfræðinga.  Sjá kort.

Sunnudagur, 22. september
Bíllausi dagurinn – um allt land
Almenningur hvattur til að skilja bílinn eftir heima og nýta aðra samgöngumáta þennan dag.

Strætó bs. efnir til leiks í tilefni samgönguvikunnar þar sem vegleg verðlaun eru í boði

Til baka