Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar í Grafarvogskirkju.

23/09/2013

Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar í Grafarvogskirkju

Tónleikar til styrktar Hagbarði og börnum

Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða haldnir í Grafarvogskirkju laugardaginn 28. september kl. 16. Allur  ágóði tónleikanna rennur til Hagbarðar Valssonar og barnanna hans fjögurra í Noregi. Guðrún G. Sigurðardóttir, eiginkona Hagbarðar og móðir barnanna, andaðist á sviplegan hátt í júní síðastliðnum. Hún er uppalinn í Mosfellsbæ og því ákvað kórinn að fjölskylda hennar nyti góðs af tónleikunum í ár.

Fram koma m.a. KK, Ragnheiður Gröndal, Jóhann Friðgeir  aldimarsson, Karlakórinn Þrestir, Kirkjukórinn og strengjasveit Hjörleifs Valssonar.

Aðgangseyrir er kr. 3000.- Ókeypis fyrir tólf ára og yngri, posi á staðnum.
Forsala: https://www.midakaup.is/threstir/stjornuljos

http://www.threstir.is/
Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar í Grafarvogskirkju

Til baka