Jafnréttisviðurkenning afhent FMOS á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar

24/09/2013
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátðíðlegur 19. september síðastliðinn í eldri deild Varmárskóla.
Yfirskrift dagsins var „Unglingar og fræðsla um jafnrétti“. Aðalfyrirlesari dagsins var Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla.

Nemendur á unglingastigi í grunnskólum Mosfellsbæjar voru sérstakir heiðursgestir ásamt kennurum sínum.

Við sama tækifæri var afhent jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar árið 2013 en hana hlaut að þessu sinni Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ FMOS fyrir að vinna ötullega að jafnréttismálum bæði meðal nemenda sinna og starfsfólks.
Vorið 2013 hófst kennsla í kynjafræði við skólann og í haust er sá áfangi kenndur í annað sinn við góðar undirtektir.

Kolbrún Þorsteinsdóttir formaður fjölskyldunefndar afhenti viðurkenninguna en með henni vill fjölskyldunefnd hvetja Framhaldsskólann í Mosfellsbæ áfram til góðra verka.

Einnig fengu Lágafellsskóli og Varmárskóli sérstök hvatningarverðlaun til að halda áfram því góða starfi sem þar er unnið í jafnréttismálum.
Til baka