Opnun listsýningar í Listasal Mosfellsbæjar 2. nóvember

28/09/2013
Laugardaginn næstkomandi milli kl 15-17 verður opnuð sýning í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2 sem nefnist "Fljúgandi hundar". Þar sýnir Anna Þóra Karlsdóttir myndverk sem unnin eru í ull. Sýning Önnu Þóru er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar kl 12-18 virka daga og 12-15 á laugardögum.

 

Sýningin stendur til 30. nóvember.

Við opnunina mun Guðrún Helga Stefánsdóttir syngja nokkur lög.

Allir hjartanlega velkomnir - aðgangur ókeypis

Boðskort anna Þóra nóvember 2013

Til baka