Ljóðin taka af stað frá Hlemmi

01/10/2013
Mosfellsbær og Strætó hvetur farþega sína til þess að njóta "ljóðanna í leiðinni" á ferðum sínum um borgina og vonast til að þau eigi eftir að gera Strætóferðirnar skemmtilegri en Strætó tekur þátt í hinni árlegu lestarhátíð sem að þessu sinni nefnist "Ljóð í leiðinni" og munu ljóð og ljóðlínur verða birt utan á strætó, inni í strætisvögnum, á biðskýlum og á veggspjöldum hér og þar um borgina. Það er einnig hægt að vera með ljóðin í símanum á leið um borgina, því þau munu birtast á farsímavef Bókmenntaborgarinnar, m.bokmenntaborgin.is.

Strætó til og frá Mosfellsbæ
Mosfellsbær er eitt af 7 sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu sem reka Strætó bs. Ferðir um Mosfellsbæ eru á leið 15, 27,57 og 18.

Um hátíðina
Lestrarhátíðin í Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO var sett á Hlemmi í dag. Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr setti hátíðina sem í ár nefnist Ljóð í leiðinni og er tileinkuð borgarljóðum. Eins og áður mun Strætó taka þátt í hátíðinni og munu ljóð og ljóðlínur verða birt utan á strætó, inni í strætisvögnum, á biðskýlum og á veggspjöldum hér og þar um borgina. Það er einnig hægt að vera með ljóðin í símanum á leið um borgina, því þau munu birtast á farsímavef Bókmenntaborgarinnar, m.bokmenntaborgin.is.

Í tilefni hátíðarinar opnar borgarstjóri Ljóðakort Reykjavíkur, sem er verkefni á vegum Borgarbókasafnsins, þar sem starfsfólk safnsins hefur kortlagt ljóðin í borginni. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Nemendur í 6. bekk Langholtsskóla frumflytja nýtt Reykjavíkurlag sem þeir sömdu fyrir tilefnið og ljóðabókin, Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík, kemur formlega út, en hún hefur að geyma 27 borgarljóð eftir jafn mörg skáld, flest ort fyrir tilefnið. Einnig mun kvartettinn Kvika syngja fyrir gesti

Lestrarhátíð er mánaðarlöng hátíð og er henni ætlað að verða árlegur viðburður í Bókmenntaborginni.

Strætó hvetur farþega sína til þess að njóta ljóðanna á ferðum sínum um borgina og vonast til að þau eigi eftir að gera Strætóferðirnar skemmtilegri.

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér
Til baka