Nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 staðfest

03/10/2013

Nýtt aðalskipulag staðfestNýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 var staðfest af Skipulagsstofnun 19. september 2013 og tók gildi með birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum 3. október. Lauk þar með endurskoðun aðalskipulagsins sem unnið hafði verið að allt frá árinu 2008. Nýja skipulagið leysir af hólmi  skipulag sem samþykkt var árið 2003 og hafði gildistímann 2002-2024.

Meðal helstu nýmæla í nýju skipulagi m.v. það eldra má nefna breytta stefnumörkun varðandi útfærslu Vesturlandsvegar og gatnamóta við hann með tilliti til „sambúðar vegar og byggðar,“ nánari skilgreiningar og skilmála um hverfisverndarsvæði, frístundabyggð, stök sumarhús og um blandaða byggð í Mosfellsdal, svo og skilgreiningu ævintýragarðs og nýtt svæði fyrir hesthús og hestaíþróttir í landi Hrísbrúar.

Nýja skipulagið felur hinsvegar aðeins í sér óverulegar breytingar á byggðarsvæðum, enda munu þau byggðarsvæði sem skilgreind voru í eldra skipulagi rúma áætlaða fjölgun íbúa til 2030 og vel það. Samkvæmt grunnspá skipulagsins munu íbúar bæjarins, sem voru tæp 9.000 í lok árs 2012, verða tæp 14.000 árið 2024 og tæp 17.000 árið 2030.

Staðfest skipulagsgögn aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 eru annarsvegar tveir uppdrættir; þéttbýlisuppdráttur og sveitarfélagsuppdráttur; og hinsvegar greinargerð sem inniheldur stefnu og skipulagsákvæði aðalskipulagsins og umhverfisskýrslu. Í viðauka er gerð grein fyrir athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma skipulagsins og umsögnum Mosfellsbæjar um þær.

Hér má nálgast ofangreind staðfest skipulagsgögn á pdf- eða jpg-formi:

Þéttbýlisuppdráttur, -  pdf skjal, 3,6 MB  -  jpg-mynd, 0,8 MB
Sveitarfélagsuppdráttur, -  pdf-skjal, 7,4 MB   -  jpg-mynd, 0,9 MB
Greinargerð, -   Stórt pdf-skjal (10 MB)  -  Minna pdf-skjal (3,4 MB)

Hér má ennfremur nálgast áfangaskýrslur 1-4 (pdf-skjöl), sem unnar voru í skipulagsferlinu:

Áfangaskýrsla 1: Forsendur
Áfangaskýrsla 2: Stefna
Áfangaskýrsla 3: Matslýsing
Áfangaskýrsla 4: Verkefnislýsing skv. 30. gr.

 

Meira um skipulagsmál hér

Til baka