Basar á laugardaginn

14/11/2013
JólabasarFélagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ heldur sinn árlega basar laugardaginn 16. nóv. kl 13:30 á Eirhömrum. Einnig verður kirkjukórinn með kaffisölu og sýningar á tréverkum og málverkum verða á staðnum. Kór eldri borgara Vorboðinn tekur nokkur lög. Eins og áður rennur allur ágóðinn beint til þeirra sem minna mega sín hér í Mosfellsbæ. Komum og styðjum gott málefni og kaupum handgerða og glæsilega muni fyrir sanngjarnt verð. Allir hjartanlega velkomnir.
Til baka