Rugldagur á Huldubergi

19/11/2013
Rugldagur á HuldubergiFöstudaginn 1. nóvember s.l. hélt leikskólinn Hulduberg upp á 14 ára afmæli leikskólans. Af því tilefni fengu börnin að ráða klæðnaði þennan dag og voru þau ýmist í búningum, náttfötum, sparifötum eða leikskólafötum. Einnig var rugldagur en þá máttu börnin fara á milli deilda/svæða og velja sér leikefni og fengu þeir sem vildu andlitsmálingu. Helgi kom líka með gítarinn og söng með börnunum eins og alltaf á föstudögum og í nónhressingu var afmæliskaka á borðum. Börnin voru ánægð með daginn og allir skemmtu sér vel.
Til baka