Hjálpastofnanir gera góða hluti

20/11/2013
Hjálp um jólinStyrkir og samstarf
Hjálparstarf um allt land á í samstarfi við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og sem þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar.

Jólaaðstoð
Nokkrar hjálpastofnanir veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði. Um þessar mundir eru að hefjast umsóknarferli fyrir Jólaaðstoð í ár og má finna nytsamar slóðir hér neðar.

Jólaaðstoð 2013 hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík. Sjá: http://fjolskylduhjalp.is/

Rauði Krossinn. Sjá: http://www.raudikrossinn.is/page/rki_hvad_neydaradstod_innanlands Deildir Rauða krossins á Íslandi, sem eru 49 um allt land veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði, gjarnan í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og / eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað. Í nær öllum tilvikum er neyðaraðstoð veitt í samstarfi við félagsþjónustu, prest eða önnur líknarfélög og samkvæmt ábendingum frá þessum aðilum.

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Hægt er að sækja um jólaglaðning eftirtalda daga sjá heimasíðu (ath að hægt er að sækja um fram til ca 5.desember) sjá: http://www.maedur.is/Index/

Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir sérstakri jólaaðstoð ár hvert. Nánari upplýsingar um hana eru gefnar í nóvember. Síðasti umsóknardagur um jólaaðstoð er 15. desember. Sjá: http://www.help.is/id/100 Hjálpastarf Kirkjunnar
Til baka