Mosfellsbær í Útsvari

29/11/2013
Bragi Páll Sigurðarson, meistaranemi í ritlist í HÍÍ kvöld kepppir Mosfellsbær á móti Snæfellsbæ í Útsvari. Bragi Páll Sigurðarson er nýr meðlimur í liði Mosfellsbæjar sem keppir fyrir hönd Mosfellsbæjar í Útsvari en Bragi Páll er meistaranemi í ritlist í HÍ. Bragi kemur inn í staðin fyrir Bjarka Bjarnason sem hefur staðið vaktina undanfarin ár með stakri prýði. Mosfellsbær þakkar Bjarka fyrir þátttökuna og býður Braga Pál velkomin í liðið. Valgarð og María sem vöktu athygli í fyrra fyrir skemmtilega og líflega framkomu gefa kost á sér áfram. Valgarð, María og Bjarki komu Mosfellsbæ áfram í aðra umferð í fyrra sem gefur Mosfellsbæ sæti í keppninni í ár en vegna mikils áhuga minni sveitarfélaga á að taka þátt verður keppnistilhöguninni breytt.

Nú í ár er örlítið breytt keppnistilhögun í Útsvari og eru fleiri sveitarfélög boðin velkomin

Útsvarslið Mosfellsbæjar 2012, María, Valgarð og BjarkiSpurninga- og skemmtiþátturinn Útsvar hefur á liðnum árum verið eitt allra vinsælasta efnið í íslensku sjónvarpi. Frá upphafi hefur þátttaka í keppninni tekið mið af íbúafjölda sveitarfélaga, sem þýtt hefur að fámennari bæir og sveitir hafa ekki átt kost á að vera með þrátt fyrir mikinn áhuga.

Til að koma til móts við þessi sjónarmið, hefur verið ákveðið að taka upp nýtt keppnisfyrirkomulag fyrir veturinn 2013-14.

Þátttökulið verða sem fyrr 24 talsins og skiptast þau sem hér segir:

i) Fimmtán sæti.
Þau lið sem komust í 2. umferð keppninnar á síðasta vetri. Þar sem Garðabær og Álftanes hafa nú sameinast í eitt sveitarfélag, er um að ræða fimmtán keppnislið í stað sextán.

(Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbær, Garðabær, Mosfellsbær, Akranes, Fjarðabyggð, Seltjarnarnes, Skagafjörður, Ísafjörður, Fljótsdalshérað, Grindavík, Hornafjörður, Fjallabyggð og Snæfellsbær.)

ii) Sex sæti.
Valin verða með hlutkesti sex af þeim ellefu sveitarfélögum sem féllu út í fyrstu umferð á síðasta vetri og/eða hafa fleiri en 1.500 íbúa.

(Kópavogur, Hafnarfjörður, Vestmannaeyjar, Borgarbyggð, Norðurþing, Hveragerði, Ölfus, Dalvík, Rangárþing eystra, Sandgerði, Rangárþing ytra.)

iii) Tvö sæti.
Valin verða með hlutkesti tvö af þeim 22 sveitarfélögum sem hafa á bilinu 500 og 1.500 íbúa.

iv) Eitt sæti.
Valið verður með hlutkesti eitt af þeim 25 sveitarfélögum sem hafa færri en 500 íbúa.
Til baka