Mosfellsbær vann í Útsvari

02/12/2013
Bragi, Valgarð og María stóðu sig frábærlega í Útsvarinu, föstudagskvöldið 29.nóvember síðastliðinn !
Það var mjótt á mununum þegar lið Mosfellsbæjar og Snæfellsbæjar mættust í sjónvarpssal Rúv. Bæði lið mættu hörð til leiks og réðust úrslit ekki fyrr en í blálokin. Lokatölur voru 77-73 og er Mosfellsbær þar með kominn áfram í næstu umferð. Mosfellsbær mætir Sandgerði í annarri umferð.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni
Til baka