Sýning í Kjarna

05/12/2013
Dagana 2. – 12. desember stendur yfir sýning í Kjarna frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar í tengslum við Staðardagskrá 21. Til sýnis eru gripir sem börnin hafa unnið úr notuðum hlutum eins og áldósum og endurunnum pappír. Einnig hafa börnin safnað efni úr náttúrunni og gert úr því fallega skrautmuni. Með sýningunni vilja leik- og grunnskólar gefa bæjarbúum innsýn í það starf sem fram fer í skólunum og hvernig sjálfbærni endurspeglast í starfi barnanna. Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig fram á 21. öldina. Um er að ræða velferðaráætlun þar sem horft er til langtímasjónarmiða og jafnt tekið tillit til umhverfislegra, fjárhagslegra og félagslegra þátta.
Til baka