Félagsmiðstöðin Ból 30 ára afmæli í dag

06/12/2013
Í tilefni þess að félagsmiðstöðin Ból á 30 ára afmæli er þér boðið að koma og gleðjast með okkur í dag, föstudaginn 6.des kl. 15-17. 

Allir unglingar sem eru í 7. - 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla geta komið og átt skemmtilegar stundir í félagsheimilinu en það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu, t.d. opið hús, þar er hægt að spila billiard, borðtennis og fl. Horfa á sjónvarpið, syngja í Karaokee, spjalla og ýmislegt annað. Fastir liðir eru árshátíð Bólsins, Spurningakeppni, söngvakeppni, fræðslukvöld, stjörnuleikurinn, ferðir og ýmislegt annað. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá okkur í Bólinu í síma: 566-6058 / 565 5249eða í netfangi edda[hja]mos.is / bolid[hja]mos.is.

Bólið er staðsett í gamla handmenntarhúsið við Skólabraut 2 og útisel við Lágafellsskóla

Sjá meiri upplýsingar um félagsheimilið hér.

Til baka