Hestamannafélagið Hörður hlýtur Múrbrjótinn 2013

06/12/2013
Þann 3. desember á alþjóðadegi fatlaðra veitti Þroskahjálp þremur aðilum Múrbrjót, sem veittur er í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks. Hestamannafélagið Hörður hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og ungmenna. Þetta er mikill heiður fyrir félagið og jákvætt framtak fyrir samfélagið allt. Mosfellsbær óskar Herði innilega til hamingju og þakkar fyrir gott starf.

Hér má nálgast myndir frá viðburðinum...
Til baka