Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar

09/12/2013
Mikið er um að vera í tónleikahaldi hjá Listaskóla Mosfellsbæjar í desember.
Í Listasal Mosfellsbæjar verða tónleikar mánudaginn 9. desember kl. 17.00 og 18.00
og þriðjudaginn 10. desember kl. 18.00 og 19.00.

Í Lágafellskirkju verða tónleikar fimmtudaginn 12, desember kl. 17.00, 18.00 og 19.00
og föstudaginn 13. desember kl. 17.00 og 18.00.

Þá verða tónleikar söngdeildar í Kaffihúsinu Álafossi mánudaginn 16. desember kl. 18.00.
Það er jólatónlistin, sem er rauði þráðurinn á þessum tónleikum.

Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

Til baka