Ásgarður tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

11/12/2013
Handverkstæðið Ásgarður var tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2013 í flokki fyrirtækja/stofnana og á myndinni má sjá starfsmenn Ásgarðs ásamt verðlaunahöfum. Verðlaunin fengu: Margrét M. Norðdahl í flokki einstaklinga fyrir að tengja saman listsköpun fatlaðra og ófatlaðra með listahátíðinni List án landamæra. GÆS kaffihús í flokki fyrirtækja/stofnana fyrir að koma á fót og standa fyrir rekstri eigin kaffihúss og brjóta múra í vinnumálum þroskahamlaðra. Sendiherraverkefni í flokki umfjöllunar/kynningar fyrir markvissa kynningu á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum og í félagsþjónustu um allt land. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.
Til baka