Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður

13/12/2013
Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á aldrinum 2-5 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði.
Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafell.

Auglýst eru laus eftrfarandi störf:

Staða leikskólakennara í deildastjórn.

Hæfnikröfur:

 

  • Leikskólakennaramenntun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og metnaður 
  • Lausnamiðuð hugsun og færni til að koma hugmyndum í framkvæmd

Staða matráðs í eldhús 75% - 100% starf er að ræða.

Hæfnikröfur:

 

  • Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum Manneldisráðs.
  • Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup og vörustjórnun.
  • Færni sem nýtist í starfi og reynsla af störfum í mötuneyti

Laun eru greidd í samræmi við kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2014.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri störf skulu berast á netfangið hulduberg[hja]mos.is.

Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans www.hulduberg.is.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Þuríður Stefánsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri Guðrún Viktorsdóttir í síma 5868170 og 8670727.

Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um störfin.

Til baka