Verðkönnun á fimleikabúnaði

13/12/2013
Mosfellsbær óskar eftir upplýsingum um verð og gæði fimleikabúnaðar fyrir gryfjur í nýjum íþróttasal við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ.
Um er að ræða allan búnað í gryfjurnar, svo sem trampólín, svamp, lyftibúnað og fleira samkvæmt lýsingu í gögnum um verðkönnunina.

Áhugasamir aðilar geta óskað eftir gögnum með því að senda tölvupóst á netfangið omar@vso.is.

Upplýsingum um verð og gæði skal skilað á skrifstofu VSÓ ráðgjafar Borgartúni 20 og verða þau opnuð þann 15. janúar 2014 n.k. kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka