Best að búa í Mosfellsbæ

19/12/2013
Mosfellsbær er besta sveitarfélagið til að búa í að mati íbúa. Þetta kemur fram í árlegri könnun Capacent þar sem mæld var ánægja með þjónustu sveitarfélaga. Mælt er viðhorf íbúa 16 stærstu sveitarfélaga landsins. Síðustu ár hefur Mosfellsbær verið ofarlega í röðinni ásamt Garðabæ, Seltjarnarnesi og fleiri sveitarfélögum en vermir nú fyrsta sætið.

Alls eru 94% íbúa í Mosfellsbæ ánægð með Mosfellsbæ sem stað til að búa á en einnig eru íbúar afar ánægðir með gæði umhverfis í kringum heimili sitt. Spurðir um þjónustu Mosfellsbæjar í heild eru yfir 80% mjög eða frekar ánægðir. Niðurstöður sýna að Mosfellsbær er í eða yfir landsmeðaltali í öllum spurningunum.

Hér má sjá skýrsluna fyrir Mosfellsbæ í heild sinni.

Til baka