Tuttugu og átta nemendur brautskráðir úr FMos

01/06/2014
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 31. maí s.l. kl. 14 við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Að þessu sinni voru alls tuttugu og átta nemendur brautskráðir, tuttugu og tveir af félags- og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvísindabraut. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans.

Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
Helen Dögg Karlsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku og heimspeki og Diljá Auður Kolbeinsdóttir Gray fyrir góðan árangur í listgreinum. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði á náttúruvísindabraut fékk Stefán Valgeir Guðjónsson og fyrir góðan árangur í stærðfræði á félags- og hugvísindabraut Ásthildur Elín Einarsdóttir. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu fékk Sólrún Ósk Gestsdóttir og Mosfellsbær veitti Sólrúnu jafnframt viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Fleiri myndir frá útskriftinni má sjá með því að smella hér.
Til baka