Starfsleyfistillaga SORPU - Frestur framlengdur

06/06/2014
Að höfðu samráði við SORPU hefur Umhverfisstofnun tekið ákvörðun um að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Álfsnesi. Framlengdur frestur er til 5. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfsleyfistillöguna er hægt að sjá á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Til baka