Framkvæmdir við Æðarhöfða

24/06/2014
Hafnar eru framkvæmdir vegna nýs útibús Lágafellsskóla sem reist verður við Æðarhöfða. Þar verður starfræktur sameiginlegur leik- og grunnskóli fyrir 5-7 ára börn frá og með haustinu 2014. Í haust verða teknar í notkun fimm kennslustofur auk millibygginga til viðbótar þeim þremur kennslustofum sem nú þegar standa á lóðinni. Einnig verða leiklóð og göngutengingar til og frá skóla aðalagaðar og lagfærðar áður en skólastarf hefst í lok ágúst. Þá munu 5 og 6 ára börn gera húsnæðið og lóðina að sínu en seinni áfangi skólans verður tekinn í notkun haustið 2015.

Til stendur að byggja varanlegt skólahúsnæði á lóðinni við hliðina á og áætlað er að sú bygging verði tekin í notkun veturinn 2016/2017.
Til baka