Er lögheimilið rétt skráð?

19/11/2014

Þjóðskrá Íslands gefur út íbúaskrá miðað við 1. desember ár hvert og því er mikilvægt að allir einstaklingar séu með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu. Við hvetjum alla þá sem eiga eftir að tilkynna breytingu á lögheimili að gera það fyrir lok nóvember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrána. Vakin er athygli á að tilkynningar um breytingar á lögheimili þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 11. desember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrá miðað við 1. desember þessa árs.

Sérstök athygli er vakin á því að einstaklingar geta tilkynnt flutning á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is. Ef lögheimilisflutningur er tilkynntur rafrænt þá fer tilkynningin sjálfkrafa í beiðnakerfi Þjóðskrár Íslands og er skráður eigi síðar en næsta virka dag. Hátt í 50% lögheimilistilkynninga berast nú rafrænt til skráningar.   

Rafræn skil – allra hagur

Netskil er notendavæn og skilvirk þjónusta sem sparar fólki sporin. Hægt er að tilkynna flutning á heimasíðu Þjóðskrá Íslands, breytingin tekur gildi strax næsta dag. Sá sem tilkynnir þarf að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Breytingu á lögheimili skal tilkynna til Þjóðskrár Íslands innan 7 daga frá flutningi eða á skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til.

Ef breytingin er ekki tilkynnt á netinu þá tekur afgreiðslan allt að 8-10 dögum að öðlast gildi og því ljóst að veruleg hagræðing er af að nýta sér rafræn skil. 
 
Rafræn þjónusta í boði hjá Þjóðskrá Íslands:
Rafræn skil

Til baka