Mosfellsbær og Ferðafélag í sameiginlegt átak

13/05/2015
Fulltrúar Mosfellsbæjar og Ferðafélags Íslands skrifuðu undir samstarf um heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ að morgni 12. maí á sjöunda tímanum á toppi Mosfells en þess má til gamans geta að fellið er 276 metrar að hæð.

Íbúar í Mosfellsbæ héldu upp á heilsudaginn sama dag og er þetta í annað skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur í bænum.
Dagurinn hófst klukkan sex þegar lagt var af stað á Mosfell en um kvöldið var blásið til málþingsins „Heilsa og hollusta fyrir alla 2015“ þar sem margir fróðlegir fyrirlestrar voru á borð borin fyrir áhugasama.
Til baka