Skógræktarfélagið fagnar 60 ára afmæli

06/06/2015
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar varð 60 ára þann 20. maí. Stjórnin félagsins hefur ákveðið að minnast afmælisins með því að laga Meltúnsreitinn sem er milli Teigahverfisins og iðnaðarhverfisins í Völuteig.
Þar verður útbúinn náttúrugarður og er stefnt að því að taka fyrsta áfanga í notkun á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Tré og skrautrunnum verður bætt við það sem fyrir er í Meltúnsreitnum og komið verður upp borðum, bekkjum og leiktækjum.

Nánar á www.skogmos.net
Til baka