Bæjarstjórn Mosfellsbæjar skipuð konum 19. júní

18/06/2015
Föstudaginn 19. júní heldur bæjarstjórn Mosfellsbæjar hátíðarfund í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Á fundinum verður bæjarstjórn Mosfellsbæjar, í fyrsta sinn í sögunni, eingöngu skipuð konum. Þessi tímamótafundur verður haldinn á Bókasafni Mosfellsbæjar klukkan 16.00 hann er opinn öllum og konur eru boðnar sérstaklega velkomnar.

Dagskrá fundarins má sjá hér.

 

Til baka