Mosfellsbær gefur frí 19. júní

18/06/2015
Starfsmönnum Mosfellsbæjar verður gefið frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Þar af leiðandi verða leikskólar og aðrar stofnanir bæjarins að mestu lokaðar eftir hádegi. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt.

Allir leikskólar hafa auglýst sinn opnunartíma á heimasíðum og á sínum starfstöðvum. Bókasafn, þjónustustöð og bæjarskrifstofur hafa opið til klukkan 13.00. Íþróttamiðstöðvarnar við Varmá og Lágafell verða opnar allan daginn.

Neyðarvakt Þjónustustöðvar og veitna verður í síma 566 8450.

Til baka