Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!

19/06/2015

Íbúar sveitarfélaganna sem hyggjast taka börn til dvalar gegn gjaldi sumarið 2015, ber samkvæmt 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að sækja um leyfi til barnaverndarnefndar.

Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, (þjónustuver 2. hæð).

Frekari upplýsingar veita deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafadeildar Mosfellsbæjar í síma 525 6700.

Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Mosfellsbæjar
Til baka