Ný kortasjá á vef Mosfellsbæjar

10/07/2015
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortavefsjá á heimasíðu bæjarins. Nýja kortasjáin er talsvert fullkomnari en sú gamla, og má þar nú finna upplýsingar um götur og gönguleiðir, útivistarsvæði, veitur, fasteignir og ýmsa þjónustu sem er að finna í bænum, eins og bekki og ruslatunnur. Ennfremur má finna upplýsingar um afmörkun lóða og landnúmer.

Innan skamms verður einnig hægt að nálgast teikningar af húsum í bænum í gegnum kortasjána. Þetta er þjónusta sem mikil eftirspurn hefur verið eftir sérstaklega hjá fasteignasölum og húseigendum sem huga að framkvæmdum á eignum sínum. 

Markmiðið með nýrri kortasjá er að bæta enn frekar þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar og auka aðgengi þeirra að þeim upplýsingum sem þeir þurfa á að halda.

Kortasjána má nálgast hér

Til baka