Framkvæmdir á Vesturlandsvegi

15/07/2015

Miðvikudaginn 15. júlí mun umferð um Vesturlandsveg við Aðaltún flytjast yfir á hjáleið. Lokað verður fyrir umferð um Aðaltún yfir á Vesturlandsveg á sama tíma og ökumönnum bent á að keyra Skarhólabraut.

Framkvæmdirnar eru vegna byggingar á nýjum undirgöngum sem tengja Hlíðatúnshverfi og Skálahlíð og er ætlað að bæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda til muna. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum september.  

Íbúar og aðrir vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka tillitsemi og aðgát meðan á framkvæmdum stendur.

 

Til baka