Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó

03/11/2015

Gildir frá og með áramótum.

Frá og með 1. janúar 2016 verða ekki lengur seldir farmiðar hjá vagnstjórum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er fyrst og fremst ört dvínandi eftirspurn í vögnunum og aukin áhersla á rafræn fargjöld.
Farmiðar verða áfram seldir hjá tæplega 30 söluaðilum Strætó víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, gegnum heimasíðu Strætó og í Strætó appinu.
Strætó bs.

Til baka