Leiðir til þátttöku íbúa

03/11/2015
Í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar segir að kjörnir fulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar skuli fá viðeigandi þjálfun og fræðslu í lýðræðismálum. Betri Reykjavík er samráðsvettvangur á netinu þar sem íbúum borgarinnar gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir sínar um málefni er varða þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar. Efstu hugmyndir eru sendar nefndum borgarinnar til meðferðar.
Þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 16:30 koma starfsmenn Reykjavíkurborgar í Listasal Mosfellsbæjar og kynna verkefnið út frá sjónarhóli stjórnsýslunnar.
Fundurinn er opinn fyrir alla.
Til baka