Haustlaufin

10/11/2015
Haustið er sá tími þegar tré og runnar fella laufin og garðar og götur fyllast af laufblöðum. 

Það er góð regla að athuga rennur og ræsi næst húsum og hreinsa frá þeim ef þörf er á svo ekki myndist vatnselgir við húsið. 

Mörg vatnstjón má reka til þess að ekki var hreinsað úr þakrennum eða frá niðurföllum við hús. 

Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar.


Til baka