Nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli

10/11/2015
Nú hafa tekið gildi nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli í Mosfellsbæ, Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða.
Þar kemur fram að leyfishafa er heimilt að halda allt að 6 hænur í þéttbýli, en að ekki fáist leyfi til að halda hana (þ.e. karldýr). 

Leyfið er veitt til 5 ára í senn, og þar eru gerðar kröfur um aðbúnað og tekið sé tillit til nágranna varðandi staðsetningu og umhirðu hænsnanna.

Áður voru engar sértækar reglur þar sem litið var á hænsnahald í tómstundaskyni heldur aðeins reglur um búfjárhald í Mosfellsbæ sem gildir um ræktun alifugla í landbúnaði.
Í kjölfar ítrekaðra fyrirspurna og umsókna um leyfi til að halda hænur í þéttbýli var því ákveðið að semja sértækar reglur um hænsnahald í þéttbýli, að frumkvæði umhverfisnefndar og heilbrigðisnefndar. 

Reglurnar má finna á vef bæjarins (undir Reglur og samþykktir) og hægt er að sækja um leyfi til hænsnahalds á rafrænu umsóknareyðublaði (undir Umsóknir og eyðublöð).

Til baka

Myndir með frétt